Leiðandi í sjálfbærum kerfisbreytingum
sustainability system change leader
Sem iðnaðarverkfræðingur með margra ára reynslu af sjálfbærum rekstri hef ég lagt mitt af mörkum við mótun sjálfbærrar framtíðar. Undanfarinn áratug hef ég unnið að sjálfbærum umbreytingum með stjórnvöldum og atvinnulífi á Íslandi, í Þýskalandi, í Bretlandi og í the Global South - sem sjálfstæður ráðgjafi og áður hjá SYSTEMIQ og McKinsey. Hvort sem um ræðir þróun loftslagsstefnu með framsæknum leiðtogum iðnaðar í Þýskalandi eða ráðgjöf fyrir íslensk stjórnvöld, legg ég áherslu á að brúa bilið milli flókinna viðfangsefna og auðveldrar framkvæmdar. Allt snýst þetta um þverfaglegt samstarf og samstöðu, sem og uppsetningu og innleiðingu víðtækra breytingaferla. Styrkur minn liggur helst í að tengja langtímahugsjón við hagnýtar útfærslur, sér í lagi í hringrásarhagkerfi, nýsköpun í rekstri og stefnumótun hins opinbera. Sporin gera viðskiptavinum sínum kleift að ná meiri árangri í rekstri sínum samhliða auknum loftslagsárangri.

"Styrkur minn liggur helst í að tengja langtímahugsjón við hagnýtar útfærslur"
RAGNHEIÐUR BJÖRK HALLDÓRSDÓTTIR
stofnandi og eigandi sporin
Kerfisbreytingar
Við styðjum samtök, fyrirtæki og stofnanir í gegnum viðamiklar sjálfbærni umbreytingar með markvissri breytingarstjórnun. Nálgunin ýtir undir þverfaglega þátttöku og vilja til verka svo tryggja megi varanlega innleiðingu breytinga þvert á hóp hagaðila.
Sjálfbærnistefnur
Við vinnum með heildræna sýn á sjálfbærni, þar sem umhverfis-, félagsleg- og efnahagsmarkmið eru samþætt í framkvæmanlegar áætlanir. Viðskiptavinir okkar sjá áætlanir sínar og áhrif verða að veruleika þegar rekstur þeirra aðlagast sjálfbærnimarkmiðum.
Rekstrarhagkvæmni
Við leggjum áherslu á að bæta rekstrarforsendur, lágmarka sóun og auka skilvirkni þvert á virðiskeðjur. Slík bestun hjálpar viðskiptavinum okkar að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum, samhliða því að uppgötva ný verðmæti og tryggja rekstur sinn til frambúðar.