Leiddi uppfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og tryggði samhæfingu aðgerða við raunhæf áform og innleiðingu loftslagsaðgerða atvinnulífsins.
Leiddi og samræmdi skilgreiningu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins fyrir helstu iðngreinar Íslands, þ.m.t. orkufrekan iðnað, sjávarútveg, ferðaþjónustu, orkuiðnað og samgöngur.
Samtök atvinnulífsins & umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
SJÁLFBÆR REKSTUR Í LANDBÚNAÐI
Hannaði heildræna loftslagsstefnu fyrir íslenskan landbúnað, með áherslu á lærdóm frá forsprökkum, almenna orðræðu og skilgreiningu framkvæmanlegrar innleiðingaráætlunar.
Leiði samstarf hagaðila í rannsóknum, þróun og uppbyggingu á lífgas- og áburðarframleiðslu sem nýtir fiskeldisseyru og aðra lífræna hliðarstrauma og skapar þannig verðmætar vörur úr vandræðaúrgangi.
Móta heildsteyptan ramma utan um uppbyggingu og útbreiðslu landnotkunarverkefna með áherslu á kerfislegar breytingar í fjármálaumhverfi, tryggingum og stuðning við umhirðu lands.